15/11/2018

Sjávarútvegsráðstefnan 2018

Sjávarútvegsráðstefnan 2018
G.Run strandbúnaður

Verkís er með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin er í Hörpu dagana 15.-16. nóvember.

Birgir Hauksson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur, mun fjalla um Notkun þrívíddarlíkana við hönnun vinnsluhúsnæðis.

Málstofan sem Birgir tekur þátt í ber yfirskriftina Hönnun og starfsumhverfi í fiskvinnslu með aukinni tæknivæðingu, og fer fram í Silfurbergi á morgun, föstudag.

Á ráðstefnunni í ár eru 17 málstofur og 85 erindi, þar sem fjallað er um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér.

Sjávarútvegsráðstefnan 2018
G.Run strandbúnaður