31/08/2018

Sjóböðin á Húsavík

Sjóböðin á Húsavík
Sjóböðin á Húsavík

Sjóböðin á Húsavík opna fyrir almenning í dag, föstudaginn 31. ágúst. Verkís hefur unnið að verkinu síðan árið 2016 og sá um alla verkfræðihönnun.

Gestir sjóbaðanna munu geta baðað sig upp úr sjó en lagt var upp með að nýta vatn í baðlaugarnar úr þremur borholum í nágrenninu, en hluti þeirra er með saltan sjó. Þjónustubygging er um 600 m2 að stærð og útisvæði  (baðsvæði/laugasvæði) um 500 m2. Aðstöðubyggingin er að stærstum hluta niðurgrafin með það að markmiði að fella hana inn í landslagið.

Við óskum Húsvíkingum til hamingju með opnunina.

Frétt af Vísir : Það mun kosta 4.300 krónur að fara í sjóböðin á Húsavíkurhöfða.

Sjá nánar um sjóböðin á heimasíðu Geosea, hér.

Sjóböðin á Húsavík
Sjóböðin á Húsavík