Sjóböðin á Húsavík
Gestir sjóbaðanna munu geta baðað sig upp úr sjó en lagt var upp með að nýta vatn í baðlaugarnar úr þremur borholum í nágrenninu, en hluti þeirra er með saltan sjó. Þjónustubygging er um 600 m2 að stærð og útisvæði (baðsvæði/laugasvæði) um 500 m2. Aðstöðubyggingin er að stærstum hluta niðurgrafin með það að markmiði að fella hana inn í landslagið.
Við óskum Húsvíkingum til hamingju með opnunina.
Eldri fréttir Verkís : Sjóböðin á Húsavík frá nóvember 2016 og Sjóböðin á Húsavík frá apríl 2018.
Frétt af Vísir : Það mun kosta 4.300 krónur að fara í sjóböðin á Húsavíkurhöfða.
Sjá nánar um sjóböðin á heimasíðu Geosea, hér.
