05/02/2019

Sjúkrahótel Landspítalans – framkvæmdum lokið

Sjúkrahótel Landspítalans
Sjúkrahótelið

Sjúkrahótel Landspítalans. Framkvæmdum við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut er lokið og var húsið afhent fyrir helgi. Verkís sá um brunatæknilega hönnun og hljóðhönnun, ásamt framkvæmdaeftirliti og byggingarstjórn.

Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru meðferðarkjarni, sem er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.

Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur.

Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.

Sjúkrahótel Landspítalans
Sjúkrahótelið