01/07/2022

Stjórn Orkuklasans 2022-2023

Aðalfundur Orkuklasans

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Orkuklasans þann 24. maí sl. Carine Chatenaty, viðskiptastjóri Orku- og iðnaðarsviðs hjá Verkís, er ein sjö aðalmanna í stjórninni.

Dagskrá aðalfundar var skv. samþykktum félagsins en auk hefðbundinnar dagskrár fengu fundarmenn kynningu á nýju hlutverk jarðborsins Dofra. Formaður fór yfir starfsárið sem reyndist annasamt og árangursríkt þrátt fyrir takmarkanir í heimsfaraldri. Alexander Richter, fráfarandi framkvæmdastjóra, voru þökkuð góð störf. Nýr framkvæmdastjóri, Rósbjörg Jónsdóttir, kynnti áætlanir og starfsmarkmið ársins 2022 og hvatti til aukinnar virkni og samstarfs bæði inná við jafnt sem þvert á greinar.

Stjórn Orkuklasans 2022-2023, sjö aðalmenn og sjö varamenn: 

Árni Magnússon, ÍSOR formaður, varamaður Bjarni Ricther ISOR
Ingvi Gunnarsson, OR, varamaður Sunna B Helgadóttir, HS Orka
Ríkarður Ríkarðsson, Landsvirkjun, varamaður Laufy Gunnþórsdóttir, RARIK
Sigurður Atli Jónsson AGE corp, varamaður Sigþjór Jónsson GEG ehf
Sigurður Sigurðsson, Jarðboranir, varamaður Páll E Pálsson, VHE
Kristín Steinarsdóttir, Mannviti, varamaður Steinþór Gíslason, Efla
Carine Chatenay, Verkís, varamaður Gunnar Ö Gunnarsson, RG

Orkuklasinn er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem taka þátt í orkugeiranum á Íslandi. Innan hans eru m.a. orkufyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki, framhalds-, viðhalds- og þjónustufyrirtæki, háskólar og opinberir aðilar. Orkuklasinn stendur fyrir alla hagsmunaaðila virðiskeðju orkugeirans.

Aðalfundur Orkuklasans var haldinn þann 24.maí sl. – energycluster.is

Heimsmarkmið

Aðalfundur Orkuklasans