06/05/2020

Stokkur á Köldukvísl leysir einbreiða stálbitabrú af hólmi

Gamla brúin yfir Köldukvísl byggð 1971
Gamla brúin yfir Köldukvísl byggð 1971

Verkís vinnur þessa dagana að verkhönnun nýs stokks yfir Köldukvísl á Norðausturvegi (85) ásamt gerð útboðsgagna fyrir Vegagerðina. Verkinu á að ljúka í maí.

Núverandi brú yfir Köldukvíslargil var byggð árið 1971 og er 70 m löng bitabrú í þremur höfum með 4 m breiðri akbraut, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Lagt er til að steyptur stokkur muni leiða árfarveginn í gegnum fyllingu sem komið verður fyrir ofan á stokknum og í kringum hann. Ofan á fyllinguna kemur vegur sem leysir einbreiðu brúna af hólmi.

Hér fyrir neðan má annars vegar sjá teikningu úr Revit af stokknum og fyllingunni og hins vegar af veginum eins og hann er núna. Fyrsta og þriðja mynd fréttarinnar eru frá Vegagerðinni en teikningin er frá Verkís.

Gamla brúin yfir Köldukvísl byggð 1971
Gamla brúin yfir Köldukvísl byggð 1971