27/11/2018

Svarmi tilnefnt til verðlauna á vegum ESA

Svarmi
Svarmi dróni

Svarmi er eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnt er til verðlauna á vegum ESA, sem bera heitið Copernicus Masters.

Verkefnið fékk styrk frá Tækniþróunarsjóði og snýr að því að sjálfvirknivæða dróna að því leitinu til að honum er komið fyrir á svæði viðskiptavinarins og því ekki verið að senda mannskap á svæðið. Með þessu er hægt að draga verulega úr kostnaði við gagnasöfnun. Með sama verkefni er verið að taka inn gervitunglagögn sem Evrópska geimfarastofnunin er að útvega.

Þessi tilnefning er mjög mikilvæg fyrir fyrirtæki eins og Svarma, sem viðurkenning á þeirra starfssemi og þeirri tækniþróun sem fyrirtækið hefur komið að síðastliðinn fimm ár.

Svarmi var stofnað árið 2013. Stofnendur hafa margra ára reynslu af notkun, hönnun og byggingu flygilda og þyrilda „dróna“ ásamt sérfræðiþekkinguy í úrvinnslu gagna úr slíkjum tækjum. Notkun dróna hefur aukist undanfarin ár og áhersla fyrirtækisins hefur þróast út í sölu á gagnaþjónustu. Verkís kemur að gagnasöfnun vegna áætlana og mat á umhverfisáhrifum. Svarmi er að hluta til í eigu Verkís og fyrirtækin starfa þétt saman í því að leiða tækniþróun á þessum markaði bæði hér innanlands sem og erlendis.

Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma, talar um tilnefninguna í þættinum Spegillinn á Rás1.

Svarmi
Svarmi dróni