20/06/2023

Svipmyndir frá Hönnunarkeppni HÍ í ár: Myndband

Verkís var einn af styrktaraðilum Hönnunarkeppni HÍ í ár.

Á fimmtudaginn sýnir RÚV þátt um Hönnunarkeppni HÍ sem haldin var í febrúar sl. Verkís átti fulltrúa í dómnefnd keppninnar í ár og var einnig einn af styrktaraðilum. Keppnin er skipulögð af nemendum í iðnaðarverkfræði og vélaverkfræði við HÍ.

Hjörleifur Jónsson, margmiðlunarhönnuður hjá Verkís, setti saman myndband þar sem sjá má svipmyndir frá keppninni.

Keppnin gengur út á að búa til tæki sem leysir stutta braut með þrautum. Tækið verður að keyra af sjálfsdáðum og má ekki vera stjórnað af lifandi veru.

Þáttur RÚV um hönnunarkeppnina verður sýndur á fimmtudagskvöld á RÚV kl. 20.30.

Heimsmarkmið

Verkís var einn af styrktaraðilum Hönnunarkeppni HÍ í ár.