14/11/2023

Systraskjól í Stykkishólmi

© www.fsre.is
Systraskjól

Í upphafi mánaðarins var opnað nýtt hjúkrunarheimili í Stykkishólmi. Í þessu átján rýma hjúkrunarheimili sá Verkís um  hönnun burðarvirkja og lagna, loftræsi- og vatnsúðakerfa ásamt hljóðvistarhönnun.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vígði hjúkrunarheimilið sem fékk nafnið Systraskjól. Nafnið er vísun í gamla spítalann sem heimilið er í, en hann var byggður af systrum St. Franciscusreglunnar og rekinn af þeim í áratugi.

Verkefnið hófst árið 2012 hjá FSRE og var loks samþykkt í maí 2018 þegar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson, þáverandi bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar undirrituðu samning um byggingu heimilisins.

Íbúar hafa nú búið á heimilinu allt frá opnun í byrjun mánaðarins og eru þeir sagðir mjög ánægðir með þessa glæsilegu aðstöðu.

Heimsmarkmið

© www.fsre.is
Systraskjól