10/06/2024

Tekla User Day 2024

Magnús Skúlason, byggingarverkfræðingur hjá Verkís (t.h.)

Í síðasta mánuði var haldin ráðstefnan Tekla User Day 2024 af BuildingPoint Scandinavia. Tveir viðburðir voru á dagskrá í ár, annar í Danmörku og hinn í Noregi. Á báðum viðburðum voru kynningar frá Tekla teyminu og einnig gestafyrirlestrar frá samstarfsaðilum. Tekla viðburðir eru þó ekki einungis kynningar, heldur eru þeir líka mikilvægur hlekkur í tengslaneti innan bransans og er þeim ætlað að veita innblástur til gesta.

Verkís lét sig ekki vanta á ráðstefnuna, enda er Verkís leiðandi aðili í Tekla Structures sem er þrívíddar BIM hugbúnaðarlausn sem er notuð út um allan heim. Með hugbúnaðinum er hægt að búa til líkan mannvirkja fyrir hönnun, upplýsingastjórnun og framleiðslu.

Heimsmarkmið

Magnús Skúlason, byggingarverkfræðingur hjá Verkís (t.h.)