24/11/2023

Þjónustukönnun Verkís

Þjónustukönnun Verkís

Verkís sendi á dögunum út þjónustukönnun á valda viðskiptavini. Könnunin er sérsniðin í samstarfi við Maskínu, sem hefur gríðarlega reynslu af slíkum þjónustukönnunum. Tilgangurinn er að safna saman endurgjöf frá viðskiptavinum sem verður síðan nýtt til þess að hækka þjónustustigið enn frekar.

Gagnasafnið sem safnast saman verður nýtt til gerðar á hinum ýmsu krosstöflum, áhrifagreiningum og öðrum atriðum sem henta til þess að útbúa forgangslista yfir þá þætti sem brýnast er að taka á til að auka ánægju viðskiptavina.

Við viljum þakka þeim viðskiptavinum kærlega fyrir sem hafa tekið þátt og um leið hvetja þá sem hafa ekki tekið þátt að gera það. Þátttaka ykkar er mikilvægur hlekkur í framþróun á þjónustuþáttum Verkís.

Þjónustukönnun Verkís