01/06/2021

Þriðji áfangi Arnarnesvegar

Þriðji áfangi Arnarnesvegar
Arnarnesvegur

Þriðji áfangi Arnarnesvegar. Verkís mun annast for- og verkhönnun Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða þriðja áfanga Arnarnesvegar, um 1,9 km langan. Verkís átti hagstæðasta tilboðið í verkið.

Auk hönnunar vegarins sér Verkís um hönnun brúar yfir Breiðholtsbraut fyrir bíla og gangandi og hjólandi vegfarendur, hönnun ljósastýrðra vegamóta við Breiðholtsbraut, hringtorgs við Rjúpnaveg og Vatnsendahvarf, undirganga undir nýjan Arnarnesveg, brúar fyrir gangandi og hjólandi yfir nýjan Arnarnesveg ásamt stígum fyrir hjólandi og gangandi meðfram Arnarnesvegi og inn í Elliðaárdal.

Þá sér Verkís einnig um hönnun nýrrar brúar fyrir gangandi og hjólandi yfir Elliðaár við Dimmu.

Verkís sér um verkefnastýringu, veg- og gatnahönnun, brúarhönnun, samgöngutækni, jarðtækni, lýsingarhönnun, landlagshönnun og gerð útboðsgagna. Umfang verksins er rúmlega 3.000 klst.

Heimsmarkmið

Þriðji áfangi Arnarnesvegar
Arnarnesvegur