02/11/2022

Þrjú hundruð nemendur heimsóttu Verkís

Vísindaferðir 2022

Síðastliðna tvo föstudaga fengum við fimm nemendafélög í heimsókn í höfuðstöðvar Verkís í Ofanleiti í Reykjavík. Um var að ræða tvær vísindaferðir, annars vegar fyrir nemendafélögin Naglana, VÍR og Vélina í Háskóla Íslands og nemendafélögin Pragma og Teknis í Háskólanum í Reykjavík.

Starfsfólk Verkís kynnti fjölbreytt verkefni sem unnið er að þessa dagana fyrir áhugasömum nemendum. Boðið var upp á veitingar og gátu nemendur spreytt sig á getraun um hin fjölbreyttu verkefni sem Verkís hefur komið að. Loks voru vinningshafar getraunarinnar leystir út með veglegum vinningum fyrir rétt svör og vakti það mikla lukku.

Í nemendafélaginu Nöglunum eru nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði, í VÍR eru nemendur í rafmagnsverkfræði og í Vélinni nemendur í iðnaðar- og efnaverkfræði. Í nemendafélaginu Pragma eru verkfræðinemar og í Teknis eru tæknifræðinemar.

Það var gaman að kynnast þessum flotta hópi nemenda og þökkum við kærlega fyrir komuna!

Heimsmarkmið

Vísindaferðir 2022