08/09/2020

Tillögur um þróun Gufunesbryggju og Sævarhöfða

Tillögur um þróun Gufunesbryggju og Sævarhöfða
Sævarhöfði þróunarlóð

Tillögur um þróun Gufunesbryggju og Sævarhöfða. Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir lóðirnar Sævarhöfða 31 og Gufunesbryggju. Reykjavík bauð lóðirnar tvær fram til samkeppninnar Reinventing Cities. Verkís er bæði hluti af teyminu fyrir Sævarhöfða og Gufunesbryggju.

Keppnin Reinventing Cities er haldin á vegum samtakanna C40 en þar sameinast borgir sem sækja fram í baráttunni gegn loftlagsbreytingum.

Keppnin snýst um að þverfagleg teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðirnar með það að meginmarkmiði að þar rísi framtíðarbyggingar í sjálfbærni. Ein lausn verður valin í hvorum flokki og verða þær notaðar við uppbyggingu lóðanna.

Sævarhöfði

Tvö teymi voru valin til að vinna að tillögum fyrir Sævarhöfða 31 en þar er nærri 3 þúsund fermetra þróunarlóð. Stórir turnar eða gömul sementssíló einkenna svæðið. Mögulegt er að þessi 40 metra háu mannvirki fái nýtt hlutverk að lokinni samkeppni. Verkís er hluti af teyminu Smart Food Campus.

Smart Food Campus
Teymisstjórn: Krónan/Festi hf.
Arkitektar: RCDP Arkitektar ehf.
Umhverfisráðgjafi: Verkís ehf.

https://www.youtube.com/watch?v=EUDmwAMuO0I

Gufunesbryggja

Þrjú teymi voru valin til að vinna að tillögum fyrir Gufunesbryggju en þar er tæplega 5 þúsund fermetra þróunarlóð. Í keppnislýsingu var áréttað að svæðið verði segull skapandi lista og á keppnissvæðinu sjálfu, sem er við ströndina, séu mikil tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi. Þrjú teymi halda áfram tillögugerð fyrir lóðina við Gufunesbryggju og bryggjuna sjálfa. Verkís er hluti af teyminu Hringhreyfing.

Hringhreyfing
Teymisstjórn: Verkís ehf.
Arkitektar: StudioDA_DO, Gláma Kím arkitektar
Umhverfisráðgjafi: Max Fordham LLP

https://www.youtube.com/watch?v=N0zea5X5g7A

Frétt Reykjavíkurborgar: Lokaáfangi samkeppni um Gufunesbryggju og Sævarhöfða

Tillögur um þróun Gufunesbryggju og Sævarhöfða
Sævarhöfði þróunarlóð