26/06/2018

Tímarnir breytast og stefnurnar með

Ofanleiti Verkís
Ofanleiti Verkís

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að nú hafa stefnur Verkís verið uppfærðar og þýddar yfir á norsku og ensku.

Tekin var ákvörðun um að einfalda, fækka og stytta stefnurnar sem nú eru aðeins þrjár. Þær eru gæðastefna, mannauðsstefna og samfélagsstefna og eru aðgengilegar á heimasíðu Verkís .

Þessar nýju stefnur endurspegla vel ný stefnumið, hlutverk og metnaðarfulla framtíðarsýn Verkís sem sett var fram síðastliðið haust. Samhliða þurfti að taka tillit til nýrra krafna vegna jafnlaunakerfis, uppfærslna á gæða- og umhverfisstjórnunarstöðlum, persónuverndar og samfélagslegrar ábyrgðar.

Stefnurnar hafa verið einfaldaðar, styttar og nútímavæddar og lýsa þeim metnaði og markmiðum sem Verkís hefur að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Í gæðastefnunni er fjallað um þann metnað og þekkingu sem Verkís býr yfir til að afhenda framúrskarandi vöru og þjónustu til viðskiptavina.  Lögð er áhersla á að leita markvisst og stöðugt tækifæra til að bæta verkferla og innra starfsumhverfi til að bæta ánægju lykilhagsmunaaðila.

Í samfélagsstefnunni er lögð áhersla á að sýna aðgát og ábyrgð í störfum okkar og hafa jákvæð áhrif á samfélagið með gildi Verkís að leiðarljósi: Heilindi – Metnaður – Frumkvæði.

Í mannauðsstefnunni eru dregin fram þau sannindi að hjá Verkís starfar metnaðarfullt starfsfólk sem sinnir verkefnum sínum af heilindum og fagmennsku.

Ofanleiti Verkís
Ofanleiti Verkís