Umfjöllun Verkís – Konur í atvinnulífinu
Umfjöllun Verkís – Konur í atvinnulífinu. Verkís teflir fram þremur konum í sérblaði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem kom út í dag.
Fréttablaðið gefur út ár hvert sérblaðið Konur í atvinnulífinu, þar sem störf kvenna í atvinnulífinu eru kynnt og starfsemi félagsins, FKA.
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, fjallar um mannauðinn hjá Verkís, sveigjanleika og traust í starfi. Verkís er fjölskylduvænn vinnustaður með frábæru starfsfólki sem ber virðingu og umhyggju hvert fyrir öðru.
Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, mengunarsérfræðingur, fjallar um mengunarrannsóknir og hennar helstu verkefni fyrir Verkís. Hún telur að íslenskum reglugerðum og leiðbeiningum um aðferðafræði mengunarrannsókna sé ábótavant og bendir á mikilvægi þess að mengunarrannsóknir séu framkvæmdar fyrr í ferlinu í skipulagsmálum.
Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, nýr sviðsstjóri Samgöngu- og umhverfissviðs, segir frá fjölbreyttri verkefnaflóru sviðsins og þeirri áherslu sem Verkís leggur á að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi þegar verkefnin eru leyst.
Blaðið í heild sinni má sjá hér.