Umhverfisráðherra varpaði flothylki úr varðskipi
Rusl og mengun í hafi er vaxandi vandamál og hefur eitt af verkefnum PAME síðastlin ár verið úttekt á rannsóknum og umfangi plasts og annars rusls á hafsvæðum norðurslóða. Með formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019 – 2021 mun PAME vinna að svæðisbundinni aðgerðaáætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norðurslóða og er flothylkið hluti af henni.
Verkís hefur áður komið að svipuðum verkefnum, þ.e. sent flothylki eða skeyti á haf út til að vekja athygli á umhverfismálum. Markmiðið hefur verið að vekja athygli á því að að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strandir annars staðar. Sem dæmi má nefna að eitt skeytanna ferðaðist yfir 5.000 kílómetra og kom að landi í norður Noregi, tæplega hálfu ári eftir að því var kastað í hafið.
Verkefnið samstarf Verkís, PAME, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Landhelgisgæsluna. PAME er starfshópur innan Norðurskautsráðsins sem sinnir verkefnum tengdum verndun á hafsvæðum norðurslóða.
Ráðherra boðinn velkominn um borð í varðskipið Þór í Keflavíkurhöfn. Efri myndin sýnir hann búa sig undir að varpa hylkinu í sjóinn.
Hin hylkin verða sjósett annarsstaðar á norðurslóðum til að sýna útbreiðsluna á plasti og öðru rusli. Á hylkinu eru upplýsingar um hvað gera skuli þegar það finnst.
Um skeytið á heimasíðu PAME
Frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um verkefnið.
Frétt mbl.is: Sjósetti flothylki til að sýna ferð plasts í sjó
Frétt Fiskifrétta: Rekald ráðherra sýnir ferðir plasts í hafinu
Frétt Trölla: Flothylki sem sýnir ferðir rusls í hafi á norðurslóðum
Frétt VF: Sérhönnuðum flothylkjum hent í sjó – verða þar í „beinni“
Fréttir um eldri skeytaverkefni Verkís:
Flöskuskeytið fannst í Norður-Noregi
Flöskuskeytið fannst við Breiðdalsvík
Flöskuskeyti notuð til að kortleggja vetrarstöðvar svartfugla
