20/06/2024

Unnið að því að hemja hraunstraum

Unnið að því að hemja hraunstraum
© www.ruv.is
Hér má sjá jarðýtu ýta efni upp að varnargarðinum sem er fyrir norðan Svartsengi. Þar sem rýkur úr er hrauntungan sem lak yfir garðinn

Unnið að því að hemja hraunstraum. Í allan gærdag unnu stórvirkar vinnuvélar að reyna að hemja hraunstraum sem fór yfir varnargarð rétt hjá Svartsengi í fyrradag. Hraunið fór yfir varnargarð sem er staðsettur um einn kílómetra frá stöðvarhúsinu í Svartsengi og þurfti því að bregðast fljótt og örugglega við.

Gerð var tilraun að dæla vatni á glóandi hraunið og sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í samtali við RÚV að tilraunin hafi gengið upp og hafi verið þess virði að prófa, en alveg vitað mál að það sé ekki hægt að stýra hraunflæði með „vatnsbunu“. Hætt hefur verið að dæla vatni á hraunið og eru vinnuvélar að vinna að því að lyfta varnargarðinum upp. Þó er ekki útilokað að dæla vatni aftur á hraunið í framtíðinni, ef það er talið hjálpa.

Ari Guðmundsson
Ari Guðmundsson

Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, hefur verið í varnargarðavinnu á svæðinu í langan tíma. Hann sagði í samtali við RÚV að það sé mikið keppiefli að lyfta varnargarðinum upp svo að hraun fari ekki inn á svæðið. Lykillinn sé að vinna með þessa varnarlínu eins lengi og hægt er.

Heimsmarkmið

Unnið að því að hemja hraunstraum
© www.ruv.is
Hér má sjá jarðýtu ýta efni upp að varnargarðinum sem er fyrir norðan Svartsengi. Þar sem rýkur úr er hrauntungan sem lak yfir garðinn