Uppbygging Norðurtorgs á Akureyri

Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á Norðurtorgi á Akureyri. Fjölmargar nýjar verslanir og þjónusta hafa bæst við og nýr veitingastaður opnað dyr sínar. Verkís sér um alla verkfræðihönnun nýbygginga á svæðinu, ásamt samræmingu hönnunar og skipulag bílastæða. Verkís er eitt þeirra fyrirtækja sem mun flytja aðstöðu sína í nýbygginguna á svæðinu og áætlar að hefja starfssemi í nýju skrifstofurými næst komandi september.
Uppbyggingin á Norðurtorgi er liður í hraðvaxandi þróun hverfisins norðanmegin í bænum, þar sem áhersla er lögð á bætta þjónustu, fjölbreytt atvinnulíf og öflugt samfélag. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki hafið starfsemi á svæðinu og fleiri eru á leiðinni inn á næstu misserum.
Ásamt verslunum og þjónustu er einnig á áætlun uppbygging íbúðahúsnæðis á svæðinu, sem mun styrkja hverfið enn frekar sem lifandi og fjölbreyttan stað til að búa og starfa á.
Verkís er afar stolt af því að taka virkan þátt í þessari metnaðarfullu uppbyggingu og sívaxandi samfélagi á Akureyri. Starfsstöð Verkís á Akureyri er sú fjölmennasta á landsbyggðinni og mun nýtt skrifstofurými skapa tækifæri til að fjölga í hópnum og bæta vinnuaðstöðu verulega. Verkís leggur ríka áherslu á vellíðan starfsfólks og eru flutningarnir mikilvægur liður í áframhaldandi vexti og styrkingu starfseminnar á Norðurlandi.