17/03/2021

Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið

Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið
Hús islenskunnar

Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið og hornsteinn verður lagður að húsinu í apríl. Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á undan áætlun. Lokun hússins er á lokametrunum og lagnavinna og bygging innviða hússins hafin.

Verkís sá um verkfræðihönnun hússins og sinnir nú aðstoð á framkvæmdatíma verksins.

Um 50 starfsmenn hafa að jafnaði verið á svæðinu frá upphafi framkvæmda en nú mun þeim fjölga talsvert.

Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið
Hús islenskunnar