16/02/2024

Úthlutað úr Aski

Sandra Ósk Karlsdóttir tekur á móti styrknum

Þann 9. febrúar sl. var úthlutað úr Aski til nýsköpunar og mannvirkjarannsókna. Sandra Ósk Karlsdóttir tók á móti styrk fyrir hönd Verkís fyrir verkefni sem ber heitið Fleygrúnir hringrásar mannvirkja (The cuneiform of circular construction (CUNEIFORM)).

Þetta verkefni snýr að því að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með því að skoða aðgerðir hjá Byggjum grænni framtíð þar sem afurðin verður:
1. Leiðbeiningar sem snúa að endurnýtingu byggingarefna
2. Leiðbeiningar um ábyrgt niðurrif mannvirkja

Verkís er auk þess þátttakandi í öðrum verkefnum sem hlutu styrk. Ragnar Ómarsson er skráður sérfræðingur í verkefni sem heitir „Rannsókn og greining á stöðu mála varðandi frágang votrýma á Íslandi með uppsetningu sérstaks námskeiðs að leiðarljósi.“ Ragnar er síðan tilgreindur sérfræðingur ásamt Indriða Níelssyni í verkefninu: „Kuldabrýr – skaðvaldur ekki varmatap.“

Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og er hlutverk hans að veita styrki til nýsköpunar – og mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar í samræmi við markmið laga um mannvirki.

Tilkynningu frá HMS í heild sinni má sjá hér

Sandra Ósk Karlsdóttir tekur á móti styrknum