04/01/2019

Væntanlegt fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Þann 21. desember síðastliðinn var skrifað undir verksamning á milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka um hönnun og byggingu hússins.

Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80×120 m með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 17.000m². Hönnunarvinna verktaka hefst í janúar 2019 og gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021. Samningsfjárhæð vegna byggingar hússins er rúmir fjórir milljarðar.

Sjá nánar í frétt á vef Garðabæjar : Fjölnota íþróttahús rís í Garðabæ.

©Mynd tekin af vef Garðabæjar.

Undirskrift við fjölnota íþróttahús í Garðabæ
wp_20181221_15_07_43_pro