19/11/2018

Varmadælustöðin í Vestamannaeyjum tekin í notkun

Varmadæla í Vestmannaeyjum
Varmadæla í Vestmannaeyjum

Búið er að taka varmadælustöðina í Vestmannaeyjum í notkun. Hönnuðir stöðvarinnar eru Verkís og Arkitektastofan OG.

Í stöðinni, sem er tæpir 700 m2, er sjór nýttur sem varmagjafi fyrir hitaveitu HS Veitna.  Sjótökuholur fyrir varmadælustöðina eru inn á lóð hennar í niðurgröfnum borholukjallara við norðurgafl stöðvarinnar og brunni í norðausturhorni lóðar.

Sjór úr holunum kólnar úr 6-11 °C í 1-3 °C í stöðinni og er gert ráð fyrir að kældur sjórinn verði nýtur af fiskvinnslu og útgerð.  Sjór frá stöðinni sem ekki er nýttur af fiskvinnslu og útgerð rennur til sjávar norðan við Eiði. Varmaafl stöðvarinnar eru um 10 MW og notar hún um 3 MW af raforku.

Verktakar eru : Steini og Olli, RST Net, Eyjablikk, Miðstöðin, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða.

Frétt af vef Eyjafrétta : Varmadælustöðin verður komin í fulla notkun í næstu viku

Varmadæla í Vestmannaeyjum
Varmadæla í Vestmannaeyjum