01/09/2022

Velheppnað erindi um stálþil í vega- og gagnagerð

Velheppnað erindi um stálþil í vega- og gagnagerð
Stálþil í vega- og gangnagerð

Velheppnað erindi um stálþil í vega- og gagnagerð. Fyrr í vikunni fengum við þá Christos Drettas og Damien Sanfilippo, verkfræðinga og verkefnisstjóra hjá ArchelorMittal í heimsókn í Ofanleitið. Þeir héldu erindi um notkun stálþilja í vega- og gangnagerð.

Á bilinu 30-40 manns sóttu erindið, bæði frá Verkís og öðrum fyrirtækjum. Þeir Drettas og Sanfilippo eru staddir hér á landi vegna norrænu hafnarráðstefnunnar NordPIANC sem haldin er á Akureyri í þessari viku. Þar flytja þeir erindi um notkun stálþilja við gerð hafnarmannvirkja ásamt fyrirtækinu GA smíðajárni.

Erindið í Ofanleitinu var að frumkvæði GA smíðajárns og opinn öllum. Viðstaddir voru áhugasamir og þótti erindið áhugavert.

Heimsmarkmið

Velheppnað erindi um stálþil í vega- og gagnagerð
Stálþil í vega- og gangnagerð