24/10/2018

Morgunverðarfundur um íþróttamannvirki

Morgunverðarfundur um íþróttamannvirki
Laugardalur yfirlitsmynd

Morgunverðarfundur um íþróttamannvirki gekk vel. Í morgun stóð Verkís fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki. Á fundinum voru flutt fjögur erindi þar sem farið var yfir þjónustu Verkís á þessu sviði.

Mikill áhugi er núna hjá íþrótta- og sveitarfélögum að koma upp innanhúss íþróttamannvirkjum. Verkís ákvað því að bjóða til morgunverðarfundar þar sem starfsmenn stofunnar fóru yfir ýmsar tegundir íþróttamannvirkja og hvað er að gerast í þeim efnum í dag.

Verkís býður alhliða ráðgjafarþjónustu í tengslum við allar tegundir íþróttamannvirkja, allt frá undirbúningi til fullkláraðs verks. Einnig sérhæfum við okkur í þjónustu vegna viðhalds og reksturs mannvirkja, orkusparnaðar og vistvænnar hönnunar.

Morgunverðarfundur um íþróttamannvirki
Laugardalur yfirlitsmynd