08/01/2018

Verk og vit 2018

Verk og vit 2018
Verk og vit 2016

Verk og vit 2018, stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll dagana 8. – 11. mars næstkomandi. Verkís verður með kynningarbás sem staðsettur er á svæði C5.

Stórsýningin Verk og vit snýst um byggingariðnaðinn, skipulagsmál og mannvirkjagerð.

Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð

Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8. – 11. mars 2018. Um 23.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll árið 2016, þar sem tæplega 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.

Verk og vit 2018
Verk og vit 2016