27/02/2023

Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski 

Davíð Thor Guðmundsson og Hallgrímur Örn Arngrímsson, viðskiptastjórar á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.

Verkefni Verkís, Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga á höfuðborgarsvæðinu, hlaut styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði í síðustu viku. Verkefnið er meðal þeirra sem tengjast orkunýtingu og/eða losun gróðurhúsalofttegunda vegna mannvirkjagerðar.

Þrjátíu og níu verkefni hlutu styrk að þessu sinni og afhentu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, styrkina við athöfn í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Höfundur verkefnisins hjá Verkís er Hallgrímur Örn Arngrímsson, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís. Á síðasta ári fékk verkefnið styrk frá Umhverfisráðuneytinu þar sem fyrstu skref í verkefninu voru tekin. Verkefnið fellur vel að áherslum ASK um tækninýjungar sem auka framleiðni og draga úr umhverfisáhrifum.

Stjórnarráðið | 95 milljónir í styrki til rannsókna og nýsköpunar á sviði mannvirkjagerðar (stjornarradid.is)

 

Frá vinstri: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Davíð Thor Guðmundsson, Hallgrímur Örn Arngrímsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.

Heimsmarkmið

Davíð Thor Guðmundsson og Hallgrímur Örn Arngrímsson, viðskiptastjórar á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.