02/08/2023

Verkefni Verkís við Litla-Hrút

© mbl.is
Litli-Hrútur
Verkís kemur að ýmsum verkefnum tengdum eldgosinu við Litla-Hrút sem hófst á Reykjanesi þann 10. júlí síðastliðinn.
 
Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís hefur unnið að hraunahermun, niðurstöður svokallaðrar HEC-RAS hermunar gefa góðar upplýsingar um rennsli hraunsins og hegðun.
 
Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís hefur unnið að rannsóknum á vörnum innviða en slíkar rannsóknir hófust í gosinu 2021. Mikilvægt er að nýta tækifærið núna til að afla upplýsinga vegna hugsanlegra eldgosa á Reykjanesi á komandi árum. Rannsóknir á vörnum innviða eru gerðar í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landsnet og Veðurstofu Íslands. Meðal annars er verið að skoða hvernig hraun fer með möstur og jarðstrengi. Mastur var reist á stað þar sem áætlað er að hraun renni yfir með það fyrir augum að mæla hitann í mastrinu þegar það gerist.  Einnig hefur hitamælum verið komið fyrir í jörðu til að kanna áhrif hita á jarðstrengi.
 
Sjá viðtal við Hörn Hrafnsdóttur á mbl.is : „Þurfum að skoða stöðuna upp á nýtt“
 
Sjá viðtal við Ara Guðmundsson á mbl.is : Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á.
 
Hægt er að fylgjast með þróun og rennsli hraunsins á Facebook síðu Háskóla Íslands, Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá.

Heimsmarkmið

© mbl.is
Litli-Hrútur