22/04/2024

Verkís á Verk&Vit

Verkís tók þátt í stórsýningunni Verk og vit, sem fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöll. Sýningin var haldin í sjötta skiptið í ár og hefur Verkís tekið þátt frá upphafi þar sem  sýningin er frábær vettvangur fyrir okkur til að miðla áralangri þekkingu og kynna spennandi nýjungar.

Básinn okkar var vel sóttur og greinilegt að sérstaklega mikill áhugi er á heimi sýndarveruleikans, en gestir gátu prófað sýndarveruleikagleraugu í básnum og fengið að skoða varnargarða og eldsumbrot á Reykjanesi frá ótrúlegum sjónarhornum.

Við þökkum öllum þeim sem komu kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur öll á næstu sýningu.

Heimsmarkmið