23/04/2024

Verkís á vorfundi SATS 2024

© www.samband.is

Vorfundur SATS 2024 var haldinn dagana 18. og 19. apríl sl. í Borgarbyggð. Fundurinn var haldinn í Menningarsetrinu Hjálmakletti, sem er salur Menntaskóla Borgarfjarðar.

Okkar fulltrúi á fundinum var Sigurður Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindaverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís.

Hann hélt fyrirlestur um rekstur og viðhald á blágrænum ofanvatnslausnum. Þær lausnir eru  hluti af afrennsliskerfum í borgum og bæjum en eru einnig hluti af grænum svæðum sveitarfélaganna. Í fyrirlestrinum fór Sigurður Grétar yfir það hvernig eigi að halda utan um og forgangsraða eftirliti og viðhaldi blágrænna ofanvatnslausna. Þetta gerði hann m.a. með því að sýna gestum nokkur sýnidæmi um það efni.

 

Heimsmarkmið

© www.samband.is