21/11/2023

Verkís er fyrirmyndarfyrirtæki og framúrskarandi fyrirtæki 2023

Á dögunum fékk Verkís tvær viðurkenningar sem við erum ákaflega stolt af. 

Annars vegar var það viðurkenning frá Viðskiptablaðinu og Keldunni sem fyrirmyndarfyrirtæki og hins vegar frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki.

Fyrirmyndarfyrirtæki 2023

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2023 | Eignaumsjon

Viðskiptablaðið og Keldan gefur út blaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árlega. Þar er að finna lista yfir fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði og sýna það og sanna að þau hafa sterkan og stöðugan rekstur. Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar telst Verkís til fyrirmyndarfyrirtækis í rekstri árið 2023.

Þessi skilyrði sem að Viðskiptablaðið og Keldan setja eru:

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2022 og 2021 en rekstrarárið 2020 er einnig notað til viðmiðunar.
  • Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2022 og 2021.
  • Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna á rekstrarárunum 2022 og 2021.
  • Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2022 og 2021.
  • Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.
  • Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Blaðið má lesa hér, en það inniheldur fjölmörg viðtöl, greiningar af sérfræðingum ásamt öðrum skemmtilegum og gagnlegum fróðleik.

Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Verkís fékk viðurkenningu á dögunum frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Við erum mjög stolt að segja frá því að þetta er sjöunda árið í röð sem Verkís hlýtur þessa viðurkenningu og er því enn og aftur á lista yfir fyrirtæki á íslenskum markaði sem byggja sinn rekstur á sterkum stoðum og efla hag allra. 

Í þessi 13 ár sem þessi viðurkenning hefur verið veitt hefur ​​hefur Creditinfo sett ströng skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að komast á þennan eftirsótta lista. Skilyrðin eru:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 50 milljónir króna 2021 og 2020
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 5 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2020-2022
  • Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2020-2022
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2020-2022
  • Eignir að minnsta kosti 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 100 milljónir króna 2021 og 2020