24/05/2024

Verkís er Fyrirmyndarfyrirtæki

Verkís er Fyrirmyndarfyrirtæki

Verkís er Fyrirmyndarfyrirtæki. Við erum virkilega stolt að segja frá því að Verkís fékk viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í gær þegar VR tilkynnti niðurstöður úr árlegri könnun um Fyrirtæki ársins. Fimmtán efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki í fyrir sig eru útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki 2024 og var Verkís eitt af þeim.

Verkís er Fyrirmyndarfyrirtæki
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís

Könnun VR á Fyrirtæki ársins er stærsta vinnumarkaðsrannsókn á Íslandi. Þau fyrirtæki sem uppfylltu skilyrði um lágmarkssvörun og tryggðu öllu starfsfólki sínu þátttökurétt komu til greina í vali á Fyrirtæki ársins, alls 158 fyrirtæki. Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis þar sem spurt er um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju og fleira. Þau Fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta síðan formlega viðurkenningu VR.

Heimsmarkmið

Verkís er Fyrirmyndarfyrirtæki