22/11/2023

Verkís fær úthlutun úr Loftslagssjóði

Verkís fær úthlutun úr Loftslagssjóði
© www.ssne.is

Verkís fær úthlutun úr Loftslagssjóði. Á dögunum fékk Verkís hámarksstyrk úr Loftlagssjóði upp á 15 milljónir króna fyrir verkefni tengt orkuskiptum í skipaflutningum með rafeldsneyti. Styrkurinn er hugsaður sem samfjármögnun Loftlagssjóðs  á nýsköpunarverkefninu  GAMMA, sem hefur sama viðfangsefni og er gríðarstórt evrópuverkefni upp á  2,5 milljarða króna.

GAMMA verkefnið snýst um að þróa og prófa tæknilausnir um borð í tankskipi í millilandaflutningum við raunaðstæður á sjó, og minnka olíunotkun skipsins umtalsvert með því að nota rafeldsneytiskerfi í stað núverandi hjálparvéla skipsins sem nota olíu.

Alls bárust 85 umsóknir í sjóðinn og voru 16 verkefni styrkt. Þar af voru 58 nýsköpunarverkefni og fengu 14 af þeim styrk. Verkís finnur því fyrir miklu stolti og þakklæti fyrir að hafa fengið þennan styrk.

Loftslagssjóður

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku og loftlagsráðherra og er samkeppnissjóður sem styrkir verkefni sem draga úr losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun. Sjóðurinn veitir styrki samkvæmt almennum áherslum stjórnar Loftslagssjóðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna. Í þeim nýsköpunarverkefnum sem valin eru er lögð áhersla að verkefnið hagnýti grunnþekkingu sem þegar er til staðar, beinist að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun og að verkefnið hafi möguleika að nýtast sem víðast í samfélaginu og hafi áhrif út fyrir einstaka fyrirtæki, félagasamstök og/eða stofnun.

Heimsmarkmið

Verkís fær úthlutun úr Loftslagssjóði
© www.ssne.is