19/05/2023

Verkís fjallar um ísgöngin í Langjökli á WTC 2023

Verkís fjallar um ísgöngin í Langjökli á WTC 2023
World Tunnel Congress fór fram í Aþenu í Grikklandi í ár.

Verkís fjallar um ísgöngin í Langjökli á WTC 2023. Hallgrímur Örn Arngrímssson, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, tekur þátt í World Tunnel Congress sem fer fram í Aþenu á Grikklandi í ár. Hann er meðhöfundur greinar sem gefin var út í blaði ráðstefnunnar og kynnir einnig efni hennar.

Greinin fjallar um ísgöngin í Langjökli. Hugmyndin og þróun hennar kemur frá Hallgrími. Meðhöfundur greinarinnar er Reynir Sævarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu, en fyrirtækið hannaði göngin.

Ísgöngin í Langjökli eru fyrstu manngerðu göngin í jökli þar sem ferðamenn geta komið allan ársins hring og skoðað og eru stærstu manngerðu ísgöngin í heiminum.

Hallgrímur var einnig fulltrúi Jarðgangnafélags Íslands í vinnustofum og atkvæðagreiðslum ITA félaganna. Þar var meðal annars ákveðið að ráðstefnan yrði næst haldin í Kanada árið 2026. Á næsta ári verður ráðstefnan haldin í Kína og árið 2025 í Svíþjóð.

Hér er linkur á greinina.

Heimasíða ráðstefnunnar.

Heimsmarkmið

Verkís fjallar um ísgöngin í Langjökli á WTC 2023
World Tunnel Congress fór fram í Aþenu í Grikklandi í ár.