04/10/2019

Verkís framúrskarandi fyrirtæki í sjötta sinn

Ofanleiti 2 drónamynd
Ofanleiti 2 drónamynd

Verkís er í hópi þeirra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2019 samkvæmt mati Creditinfo.

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Listinn er nú unninn í tíunda sinn og verður kynntur í Hörpu þann 23. október.

Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknavert að skara fram úr.

Hvað er það sem gerir fyrirtæki framúrskarandi að mati Creditinfo?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 og 2018
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2018, 100 milljónir króna 2017 og 90 milljónir króna 2016
Ofanleiti 2 drónamynd
Ofanleiti 2 drónamynd