11/04/2018

Verkís gerir fjórtán rammasamninga við OR

Rammasamningarnir eru í flokkum er varða: Jarðvarmavirkjanir, stjórnkerfi, hönnun hitaveitu, hönnun miðlunargeyma hitaveitu, hönnun rafdreifikerfis og raflagna, hönnun fráveitukerfa, umferðarstýringar og vinnustaðamerkingar, vatnsaflsvirkjarnir, landslagsarkitektúr, hönnun vatnsveitna, öryggismál, framkvæmdaeftirlit – gufuveita og vélbúnaðar, verkefnastjórnun og umsjón veitukerfa.

Verkís hefur átt í áratugalöngu farsælu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur (Veitur, Gagnaveitu Reykjavíkur, Orku náttúrunnar) og fagnar því að samstarfið haldi áfram með þessum  hætti.

Höfuðstöðvar Orkuveitunnar
DSCF2137