01/07/2019

Verkís hannar breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes

Kjalarnes yfirlitsmynd
Kjalarnes yfirlitsmynd

Vegagerðin hefur tekið tilboði Verkís um verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes.

Sex verkfræðistofur voru hæfir bjóðendur í verkið og átti Verkís lægsta boðið. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Um er að ræða breikkun Hringvegar (1) á um níu kílómetra kafla, þrjú hringtorg á Hringveginum, um tólf kílómetra af hliðarvegum (bæði nýir og uppfærðir núverandi vegir), fimm undirgöng (þrjú stálgöng og tvö steypt), tvö mannvirki yfir á (annars vegar lenging og hins vegar breikkun) og um 3,4 km af hjóla- og göngustígum.

Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.

Verkefnið er unnið á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.

Kjalarnes yfirlitsmynd
Kjalarnes yfirlitsmynd