Verkís hannar leikskóla í Skógarhverfi á Akranesi
Verkís hannar leikskóla í Skógarhverfi á Akranesi. Verkís sér um verkfræðihönnun fyrir nýjan leikskóla við Asparskóga á Akranesi. Fyrsta skóflustungan að leikskólanum var tekin í byrjun febrúar. Um er að ræða sex deilda leikskóla með möguleika á stækkun í átta deildir.
Verkís sér um burðarþolshönnun, loftræsi- og lagnahönnun, raflagnahönnun, ráðgjöf vegna brunahönnunar og viðbótarráðgjöf. Auk Verkís munu Batteríið arkitektar og Landslag koma að hönnun leikskólans.
Tveir deildir og vinnurými kennara og aðstaða verður á annarri hæð og útileikrými á hluta af þakinu. Skábraut af deildum á annarri hæð verða út á lóðina þar sem tillaga er um rennibraut að hluta. Undir skábrautinni er m.a. gert ráð fyrir geymslum. Mörg tækifæri munu skapast til að nýta miðrými/sal skólans en þar verður mikil lofthæð.
Framkvæmdir við leikskólann hefjast á næstu dögum.