18/04/2023

Verkís heimsótti Kirgistan 

Volodymyr Pryvizentsev og Niyaz Irsaliev.

Verkís tók nýlega þátt í sendinefnd Árna Þórs Sigurðssonar, sendiherra Íslands í Kirgisstan, til landsins. Volodymyr Pryvizentsev, starfsmaður Verkís í Georgíu, var fulltrúi fyrirtækisins í ferðinni.

Volodymyr tók meðal annars þátt í hringborðsumræðum sem tileinkaðar voru reynslu Íslands af nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þar voru einnig fulltrúar nokkurra annarra íslenskra fyrirtækja sem og fulltrúar ýmissa stofnana og fyrirtækja í Kirgistan. Mikill áhugi er á frekari samræðum og samstarfi í orkumálum meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum.

Árni Þór og Volodymyr voru einnig viðstaddur þegar skrifstofa Niyaz Irsaliev, ræðismanns Íslands í Kirgistan, var opnuð við hátíðlega athöfn.

Heimsmarkmið

Volodymyr Pryvizentsev og Niyaz Irsaliev.