25/05/2018

Verkís í þriðja sæti í Hjólað í vinnuna

Verkís keppti í flokki fyrirtækja með 130 – 399 starfsmenn en þar voru 48 vinnustaðir skráðir til leiks. Hér má sjá lista yfir fyrirtækin sem voru í þremur efstu sætunum.

1. Nova  
2. Hafrannsóknastofnun 
3. Verkís 

Á lóð Verkís við Ofanleiti 2 í Reykjavík er að finna glæsilegt hjólaskýli sem er mikið notað af starfsfólki. Þar er hægt að geyma hjólið á öruggum stað og þar er einnig að finna búnað til að sinna helstu viðgerðum og viðhaldi á hjólinu. 

Verkís mun taka virkan þátt í WOW Cyclothon í ár líkt og síðustu ár og mikill hugur í keppendum. 

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá káta starfsmenn Verkís sem veittu verðlaununum viðtöku. Frá vinstri: Ólafur Ívar Baldvinsson, Elín Vignisdóttir, Linda María Ólafsdóttir og Einar Sverrir Óskarsson.  

Hjólað í vinnuna viðurkenning 2018
20180525_1254561