20/01/2020

Verkís kemur að gerð deiliskipulags á Álftanesi

Álftanes
Ljósmyndin er fengin úr deiliskipulagsskilmálunum fyrir miðsvæði Álftaness. 

Verkís hefur frá árinu 2018 tekið þátt í gerð deiliskipulags á Álftanesi. Tillögur að deiliskipulaginu voru auglýstar í lok desember. Verkís mun halda áfram vinnu við verkefnið.

Verkís vann umhverfismat deiliskipulagsins, skipulag veitna og gerði greiningu á hljóðvist og mögulegum úrbótum. Auk þess vann Verkís umferðarskipulagið á svæðinu í samstarfi við Viaplan.

Um er að ræða svæðin Breiðumýri, Krók, Helguvík, Skógtjörn og Kumlamýri á Álftanesi.

Í Breiðumýri er gert ráð fyrir allt að 252 íbúðum í níu fjölbýlishúsakjörnum. Í Króki er gert ráð fyrir allt að 51 íbúð í sjö raðhúsalengjum. Í Helguvík er miðað við allt að 23 einbýlishús við tvær götur og í Kumlamýri er gert ráð fyrir allt að 40 íbúðum í 20 parhúsum. Miðað er við lágreista byggð og að ekkert húsanna verði hærra en þrjár hæðir. Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsti deiliskipulagstillögurnar í lok síðasta árs.

Verkís mun halda áfram vinnu við verkefnið og hanna gatna- og stígakerfi auk fráveitu fyrir útboðsgögn

Verkefni: Deiliskipulag Álftaness

Álftanes
Ljósmyndin er fengin úr deiliskipulagsskilmálunum fyrir miðsvæði Álftaness.