22/08/2025

Verkís kom að hönnun nýs leikskóla í Eyjafjarðarsveit

Krummakot - Frá framkvæmdum
Krummakot - Frá framkvæmdum

Nú á dögunum flutti leikskólinn Krummakot aðstöðu sína í nýtt húsnæði. Verkís sá um burðarvirki, lagnir, raflagnir, loftræsingu, brunahönnun og hljóðvist nýs húsnæðis leikskólans.

Leikskólinn Krummakot er staðsettur í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi, og er hluti af Hrafnagilsskóla. Ný aðstaða er mikil bylting fyrir starfsfólk og nemendur þar sem unnt verður að veita börnum og foreldrum enn betri þjónustu. Nýr búnaður hefur verið keyptur og nálægð og gott flæði milli deilda býður upp á aukna samvinnu innan leikskólans. Tenging yfir í grunnskóla, sem opnuð verður von bráðar, eykur að auki til muna samstarfsmöguleika milli skólastiga.

Verkís er virkilega stolt af því að taka þátt í þessu flotta verkefni sem breytir heilmiklu fyrir sívaxandi Hrafnagilshverfi hvað varðar aðgengi að menntun og þjónustu við íbúa svæðisins.

Sjá nánar í frétt á vef Eyjafjarðarsveitar: Leikskólinn Krummakot opnar í nýju húsnæði.

Heimsmarkmið

Krummakot - Frá framkvæmdum
Krummakot - Frá framkvæmdum