30/03/2023

Verkís kom að hönnun þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi

Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi
Ljósmynd/Framkvæmdasýsla ríkisins

Ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var vígð sl. föstudag. Verkís sá um hönnun rafkerfa í byggingunni sem er um 700 fermetrar.

Húsið, sem er á einni hæð, skiptist í Jökulhöfða sem snýr til suðurs og vísar það nafn til Snæfellsjökuls. Norðurhluti hússins nefnist Fiskbeinið og vísar til fengsælla fiskimiða við Snæfellsnes. Í gegnum húsið fer síðan Þjóðvegurinn en hægt er að ganga þvert í gegnum húsið, bæði að innan og utan, uppi á þaki.

Byggingin mun hýsa þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsfólks þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 fm.

Það er umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem stendur að byggingu hússins auk Umhverfisstofnunar. Húsið er byggt eftir teikningu Arkis arkitekt ehf. Í hönnunarteymi hússins voru auk Arkís, Verkís, Efla og Liska. Umsjón með framkvæmdum hafði FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir).
Byggingin er hönnuð og byggð í samræmi við alþjóðlega umhverfisvottunarkerfið BREEAM.

Frétt Stjórnarráðsins um opnun þjóðgarðsmiðstöðvarinnar. 

Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi
Ljósmynd/Framkvæmdasýsla ríkisins