07/05/2021

Verkís leggur fram tillögur um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingu byggðar

Meðal úrlausnarefna eru þættir sem lúta að skipulagi byggðar, fyrirkomulagi kjarnastöðva Borgarlínunnar og tenging uppbyggingar við núverandi byggð og áhrifum þeirra á borgarlífið.

Verkefnið er tvískipt. Annars vegar skipulag uppbyggingar á og við vegstokk á Sæbraut við Vogahverfi og þverun Borgarlínu yfir Sæbraut og Elliðaár frá Suðurlandsbraut að Sævarhöfða. Hins vegar uppbygging á og við vegstokk á Miklubraut við Snorrabraut og þverun Borgarlínu frá Arnarhlíð að Snorrabraut og Burknagötu.

Verkefnið er unnið í samvinnu við stofuna T.ark arkitektar. Að hugmyndavinnunni koma einnig ráðgjafar SEW Studio Egret West í London og ITP Integrated Transport Planning Ltd í Nottingham. Verkís sá einkum um landmótun, skipulag byggðar og umferðarskipulag auk þess að stýra verkefninu.

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd með tillögum teymisins. 

Vogar:
https://vimeo.com/543350184/ff04fd8eec

Miklabraut:
https://vimeo.com/543334161/114a833edf

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 11
Tillaga-Verkis
tillaga-verkis