23/03/2021

Verkís leggur hönd á plóg í Ullarþoninu

Verkís leggur hönd á plóg í Ullarþoninu
Ullarþon 2021

Verkís leggur hönd á plóg í Ullarþoninu, hugmynda- og nýsköpunarkeppni á netinu, sem snýst um að koma með nýstárlegar lausnir á ákveðna áskorun eða umræðuefni sem í þessu tilfelli er íslenska ullin, með áherslu á verðminnstu ullarflokkana.

Lokaafurðin getur verið allt frá hugmynd, vöru, nýrri tækni um hvernig á að nota ullina.

Jón Pálmason, rafmagnsverkfræðingur og Ragnar Bjarnason, útibússtjóri á Akureyri verða í hópi leiðbeinenda Ullarþonsins. Þeir eru til staðar til að veita liðunum hjálparhönd og hjálpa þeim á því sviði sem þeir hafa sérþekkingu á.

Ullarþonið fer fram á netinu frá 25. – 29. mars. Þann 16. apríl verður tilkynnt um fimm efstu liðin í hverjum flokki. Verðlaunaafhending fer fram á HönnunarMars 2021, þann 20. maí.

Ullarþonið er á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi.

 

Heimsmarkmið

Verkís leggur hönd á plóg í Ullarþoninu
Ullarþon 2021