07/11/2023

Verkís leggur Landsbjörg lið með kaupum á Neyðarkallinum

Auður Atladóttir afhendir Agli Viðarssyni Neyðarkallinn 2023

Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi. Í gær afhenti Auður Atladóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís og hluti af björgunarsveitinni, Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís, Neyðarkallinn.

Starfsfólk Verkís, sem er í björgunarsveitum Landsbjargar, selur nú Neyðarkallinn innan fyrirtækisins. Samhliða sölunni kaupir Verkís, líkt og undanfarin ár, stóra Neyðarkallinn ásamt því að leggja málefninu lið með fjárframlagi.

Salan á Neyðarkallinum er ein stærsta fjáröflun Landsbjargar og á sér orðið langa sögu að baki þar sem það hófst 2006. Hægt er að kaupa hann í vefverslun Landsbjargar hér  og hvetjum við öll til að leggja þessu mikilvæga málefni lið.

Auður Atladóttir afhendir Agli Viðarssyni Neyðarkallinn 2023