04/05/2023

Verkís með tvö erindi á vorfundi SATS

Akureyri - Hof
©Samgus

Í dag og á morgun fer fram árlegur vorfundur SATS, eða Samtaka tæknimanna sveitarfélaga. Verkís verður með tvö erindi á fundinum.

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir

 

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, umhverfis- og jarðefnafræðingur Ph.D á sviði Samgangna og umhverfis.

Mengunarrannsóknir ráðgjafans –
verkferlar, áskoranir og lausnir.
Markvissar mengunarrannsóknir þar sem farið er eftir alþjóðlegum „best practice“ aðferðum gefa skýrari mynd af stöðu mála. Verkferlar mengunarráðgjafans verða kynntir, þær áskoranir sem birtast í íslenskum verkefnum og rætt um mögulegar lausnir til meðhöndlunar á menguðum jarðvegi.

 

Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði / lagnahönnuður á sviði Bygginga.

Orkunotkun í skólum á Grænlandi.
Verkís sér um nær alla verkfræðihönnun skóla sem staðsettur er í Nuuk, sem er nýr skóli og verður stærsti skóli á Grænlandi. Skólinn verður bæði leik- og grunnskóli en einnig íþrótta- og menningarmiðstöð fyrir bæjarbúa um kvöld og helgar. Byggingin mun því þjónusta breiðan hóp íbúa bæjarins og verður líkt og hjarta miðbæjarins.

Heimsmarkmið

Akureyri - Hof
©Samgus