28/01/2020

Verkís opnar starfsstöð á Sauðárkróki

Sauðárkrókur starfsstöð
Sauðárkrókur starfsstöð

Verkís hefur opnað skrifstofu á Faxatorgi á Sauðárkróki í Skagafirði. Magnús Ingvarsson, byggingafræðingur, hefur verið ráðinn starfsmaður og er með fast aðsetur á Sauðárkróki. Hann tilheyrir útibúi Verkís á Akureyri.

Markmiðið með opnun skrifstofu á Sauðárkróki er að þjónusta betur markaðssvæðið á Norðurlandi vestra. Í byrjun verður einn starfsmaður staðsettur á Sauðárkróki en horft er til þess að fjölga þar starfsmönnum með auknum verkefnum í framtíðinni.

Starfsstöðvar Verkís eru nú orðnar átta talsins. Hinar sjö eru á Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi.

Sauðárkrókur starfsstöð
Sauðárkrókur starfsstöð