20/02/2018
Verkís segir frá umbótum í rekstri
Verkís er aðili að Innkaupaneti Umhverfisstofnunar. Innkaupanetið er félagsskapur fyrirtækja sem vilja minnka umhverfisáhrif sín með því að leggja áherslu á vistvæn innkaup og gera árangurinn sýnilegan.
Í myndbandinu hér að neðan er rætt við Hauk Þór Haraldsson, viðskiptastjóra á Samgöngu- og umhverfissviði og Elínu Vignisdóttur, landfræðing en þau starfa bæði hjá Verkís. Þau segja frá umbótum í rekstri varðandi innkaup og samgöngur starfsfólks sem eru liður í að uppfylla markmið fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.
