27/02/2018

Verkís sigurvegari í Lífshlaupinu 2018

Í ár stóð vinnustaðakeppni Lífshlaupsins yfir í þrjár vikur, frá 31. janúar – 20. febrúar. Hér má sjá úrslit keppninnar. 

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. 

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Við erum stolt af árangrinum og hvetjum starfsfólk okkar og aðra til að halda áfram að huga að daglegri hreyfingu. 

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá þær Margréti Elínu Sigurðardóttur (önnur frá vinstri), jarðtækniverkfræðing og Dóru Hjálmarsdóttur (önnur frá vinstri), ÖHU fulltrúa og ráðgjafa / rafmagnsverkfræðing, veita viðurkenningunum viðtöku fyrir hönd Verkís. 

Lífshlaupið verðlaun 2018
Lifshlaupid_1