03/06/2020

Verkís skilar sjálfbærniskýrslu í annað sinn

Samfélagsábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi hefur birst í starfsemi Verkís frá upphafi, svo sem í gæðaferlum og sérstökum áherslum á umhverfis- og öryggismál. 

Verkís tekur hlutverk sitt sem þátttakandi í samfélaginu alvarlega og leitar stöðugt nýrra leiða til að veita ráðgjöf sem styður við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga.

Sjálfbærniskýrsla Verkís 2019 

Verkfræðingar og hönnuðir eru áhrifavaldar þegar kemur að sjálfbærni og tækniþróun, enda oft á tíðum lykilaðilar í rannsóknum og verkefnum sem tengjast nýsköpun. Í störfum okkar horfum við í átt að sjálfbærni og leggjum áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif af þeim verkefnum sem við höfum aðkomu að.

Á síðasta ári tókum við til dæmis virkan þátt í umræðu og fræðslu um örugga rafbílahleðslu og veittum einstaklingum, húsfélögum og fyrirtækjum ráðgjöf varðandi hleðsluaðstöðu. Við bentum á mikilvægi sjálfbærni í byggingariðnaði og vorum áfram leiðandi á sviði ráðgjafar og hönnunar fyrir umhverfisvæna orkuvinnslu.

Kaffikorgur og bananahýði drjúgur hluti úrgangs 

Það er ekki nóg að benda bara öðrum á hvað þau geta gert betur, heldur vorum við einnig dugleg að líta í eigin barm í von um að gefa sjálfbærni aukið vægi innan fyrirtækisins. Við ákváðum m.a. að skoða lífrænan úrgang sem fellur til í kaffihornum og mötuneyti.

Í eina viku var magn lífsræns úrgangs vigtað og greint í hverju kaffihorni og á hverjum degi var að finna upplýsingar í mötuneytinu um hversu miklu var leift daginn áður. Kaffikorgur og bananahýði reyndust drjúgur hluti úrgangs í kaffihornum og það var gaman að sjá hversu lífleg umræða skapaðist meðal starfsfólks á meðan á mælingum stóð. Mælingarnar juku greinilega meðvitund starfsfólks um matarsóun sem er gífurlega jákvætt.

Í skýrslu Verkís fyrir árið 2019 segjum við m.a. frá nokkrum verkefnum þar sem við höfum veitt ráðgjöf á sviði sjálfbærni. Þar má meðal annars nefna nýja byggð á Ártúnshöfða, Hús íslenskunnar, Akhalkhalaki – vatnsaflsvirkjun í Georgíu og Blikastaði – sjálfstæðan atvinnukjarna.


Frétt Verkís: Verkís skilar skýrslu vegna Global Compact í fyrsta skipti 

Ísafjarðardjúp mat á umhverfisáhrifum
isafjardardjup